McIlroy fékk risavinninginn á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. mars 2019 22:15 Verðlaunaféð á Players mótinu er það hæsta á allri PGA mótaröðinni í ár vísir/getty Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti