Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 23:29 Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins. Mynd/Icelandair. Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira