Er mennt máttur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun