Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:52 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019 Holland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019
Holland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira