Stefnir í verkfallsaðgerðir hjá Bláa lóninu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2019 13:06 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Félagið mun funda annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira