Stefnir í verkfallsaðgerðir hjá Bláa lóninu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2019 13:06 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Félagið mun funda annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verkalýðsfélag Grindavíkur fundar annað kvöld um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Félagið mun fylgja fordæmi Eflingar og VR og herja á ferðaþjónustuna. Á þeirra svæði er Bláa lónið stærsti ferðaþjónustuaðilinn og sækja þangað um 3000 ferðamenn daglega um þessar mundir. Félagið áætlar að kynna fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sínar síðar í vikunni en dagsetningar og áform verða rædd á fundi annað kvöld og ákvörðun tekin í framhaldi. Hörður Guðbrandsson, formaður félagsins, segir marga félagsmenn sína tilbúna í verkfall. Verkfallssjóður félagsins standi vel og félagið því í stakk búið til að fara í aðgerðir. „Já, já ég heyri það alveg að menn eru tilbúnir ef á þarf að halda að fara í aðgerðir. Það eru allir til í það sýnist mér, eða svona allflestir,“ segir hann. Félagsdómur kemur samanídag Eins og fram hefur komið er fyrsta verkfall Eflingar áætlað á föstudag en Samtök Atvinnulífsins hafa höfðað mál gegn Eflingu vegna þessa. SA telur atkvæðagreiðslu Eflingar andstæða lögum og krefst þess að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Félagsdómur tekur málið fyrir klukkan fimm í dag. Starfsgreinasambandið og Iðnaðarmenn funda stíft hjá Ríkissáttasemjara þessa dagana. Verkalýðsfélag Akraness hyggur á allsherjarverkfall 12. apríl næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla í lok mánaðar. Efling og VR hafa einnig boðað til sameiginlegra aðgerða sem nær til starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins og mun fyrsta verkfallið standa frá miðnætti 22. mars og vara í sólahring. Verkföllin snúa öll að ferðaþjónustunni. „Við erum bara á sama róli og hin félögin. Við munum væntanlega vera í ferðaþjónustugeiranum,“ segir Hörður.En hver er stærsti ferðaþjónustuaðilinn hjá ykkur? „Bláa lónið er langstærsti aðilinn. Menn geta kannski reiknað út frá því,“ segir hann um fyrirhugaðar aðgerðir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira