Lyft hefur ekki enn skilað hagnaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Lyft stefnir á hlutabréfamarkað í ár. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur Lyft, sem stefnir á hlutabréfamarkað á árinu, upplýstu fyrir helgi að bandarísku leigubílaþjónustunni hefði enn ekki tekist að skila hagnaði. Í lýsingu sem birt var á vef verðbréfaeftirlitsins þar í landi á föstudag, í tilefni af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Lyft, birtust í fyrsta sinn opinberlega nákvæmar fjárhagsupplýsingar um félagið. Talið er að leigubílaþjónustan, sem er einn helsti keppinautur Uber, geti verið metin á bilinu 20 til 25 milljarða dala í útboðinu en stefnt er að skráningu félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York í vor. Í lýsingunni kemur fram að tekjur Lyft hafi numið 2,2 milljörðum dala, sem jafngildir 263 milljörðum króna, á síðasta ári en tap félagsins var ríflega 911 milljónir dala, jafnvirði 109 milljarða króna. Til samanburðar námu tekjur Lyft 343 milljónum dala árið 2016 og 1,1 milljarði dala árið 2017. Tap leigubílaþjónustunnar var 683 milljónir dala árið 2016 og 688 milljónir dala ári síðar, eftir því sem tekið er fram í lýsingunni. Fram kemur í frétt Reuters að stjórnendur og ráðgjafar Lyft muni hefja fundaröð með fjárfestum 18. mars næstkomandi. Félagið, sem var stofnað af þeim John Zimmer og Logan Green fyrir sjö árum, er um þessar mundir metið á um 15 milljarða dala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira