Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2019 20:45 Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00