Arsenal fékk skell í Frakklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2019 19:45 vísir/getty Arsenal er í slæmum málum í Evrópudeildinni eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Alex Iwobi gaf Skyttunum draumabyrjun með marki á fjórðu mínútu. Skot hans átti að vera lág fyrirgjöf inn á teiginn en fer í jörðina, stöngina og inn í markið. Undir lok fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar til hins verra fyrir gestina frá Lundúnum. Sokratis fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og þar með rautt. Aukaspyrna Hatem ben Arfa eftir brot Sokratis fór beint í varnarvegginn en hrökk fyrir Benjamin Bourigeaud sem skýtur boltanum utanfótar af löngu færi í markið. Það eru skiptar skoðanir um hvort brot Sokratis hafi átt að fá gult fyrir tæklingu sína, en nokkuð sammæli er þó um að tæklingin hafi verið óþarfi frá Grikkjanum. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn í seinni hálfleik og settu tvö mörk á Arsenal. Það fyrsta var sjálfsmark frá Nacho Monreal eftir mikla pressu frá franska liðinu. Ismaila Sarr skoraði svo þriðja mark Rennes undir lokin með skalla eftir fyrirgjöf James Lea Siliki. Arsenal þarf því að vinna upp tveggja marka mun í seinni leik liðanna en er þó með útivallarmark í pokanum. Evrópudeild UEFA
Arsenal er í slæmum málum í Evrópudeildinni eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Alex Iwobi gaf Skyttunum draumabyrjun með marki á fjórðu mínútu. Skot hans átti að vera lág fyrirgjöf inn á teiginn en fer í jörðina, stöngina og inn í markið. Undir lok fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar til hins verra fyrir gestina frá Lundúnum. Sokratis fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og þar með rautt. Aukaspyrna Hatem ben Arfa eftir brot Sokratis fór beint í varnarvegginn en hrökk fyrir Benjamin Bourigeaud sem skýtur boltanum utanfótar af löngu færi í markið. Það eru skiptar skoðanir um hvort brot Sokratis hafi átt að fá gult fyrir tæklingu sína, en nokkuð sammæli er þó um að tæklingin hafi verið óþarfi frá Grikkjanum. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn í seinni hálfleik og settu tvö mörk á Arsenal. Það fyrsta var sjálfsmark frá Nacho Monreal eftir mikla pressu frá franska liðinu. Ismaila Sarr skoraði svo þriðja mark Rennes undir lokin með skalla eftir fyrirgjöf James Lea Siliki. Arsenal þarf því að vinna upp tveggja marka mun í seinni leik liðanna en er þó með útivallarmark í pokanum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti