Viðskipti innlent

Origo greiðir hluthöfum milljarð í arð

Sylvía Hall skrifar
Finnur Oddsson forstjóri Origo, Hjalti Þórarinsson, Svafa Grönfeldt, Gunnar Zoëga, varamaður, Ívar Kristjánsson, formaður stjórnar, Hildur Dungal og Guðmundur J. Jónsson.
Finnur Oddsson forstjóri Origo, Hjalti Þórarinsson, Svafa Grönfeldt, Gunnar Zoëga, varamaður, Ívar Kristjánsson, formaður stjórnar, Hildur Dungal og Guðmundur J. Jónsson. Origo
Samþykkt var á aðalfundi upplýsingatæknifélagsins Origo að greiða hluthöfum arð upp á um það bil einn milljarð króna fyrir árið 2018. Sú upphæð nemur 2,205 krónum á hvern hlut.

Þá var einnig samþykkt að lækka hlutafé félagsins úr 465.303.309 krónur að nafnvirði í 459.600.000 að nafnverði og að eigin hlutir félagsins að nafnverði 5.703.309 krónur séu þannig ógiltir.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins á aðalfundinum. Svafa Grönfeldt og Hjalti Þórarinsson koma ný inn í stjórn félagsins og var Gunnar Zoëga sjálfkjörinn varamaður í stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×