Sport

Eigandi Steelers náði ekki að snúa Brown

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður gaman að sjá hvar Brown lendir.
Það verður gaman að sjá hvar Brown lendir. vísir/getty
Besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, er á förum frá Pittsburgh Steelers og það varð endanlega ljóst eftir að hann fundaði með eiganda félagsins, Art Rooney II.

Brown fór fram á að vera skipt frá félaginu á dögunum en ræddi það samt ekkert sérstaklega við yfirmenn Steelers. Í fyrstu vildi hann ekki ræða við Rooney en gaf sig á endanum.

Þeir hittust í Flórída í gær og eftir fundinn birti Brown mynd af þeim saman. Sagði þá hafa átt frábæran fund þar sem loftið var hreinsað en samkomulag hafi náðst um að nú skilji leiðir.





Rooney sagði í síðasta mánuði að það kæmi ekki til greina að hleypa Brown frá félaginu en nú hefur hann sætt sig við að þetta skip hafi siglt. Hann mun þó fá mikið fyrir Brown.

Brown var valinn af Steelers í nýliðavalinu árið 2010 og hefur leikið með þeim allan sinn feril. Hann er þrítugur og átti enn eitt risatímabilið á síðustu leiktíð.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×