Fjórmenninga- klíkan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun