Erlent

R. Kelly handtekinn í Chicago

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
R. Kelly færður í gæsluvarðhald.
R. Kelly færður í gæsluvarðhald. Vísir/AP

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur gefið sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum í gær.



R&B-tónlistarmaðurinn hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins BBC eru níu af tíu gegn stúlkum undir lögaldri.



Fjölmargar konur hafa á undanförnum árum stigið fram og borið R. Kelly þungum sökum. Hann hefur staðfastlega neitað sök. Lögfræðingur hans segir að R. Kelly sé í taugaáfalli vegna nýjustu vendinga í málinu.



Kynferðisbrotin sem R. Kelly er ákærður fyrir spanna rúman áratug eða á milli ársins 1998 til 2010. Þrjár stúlkur sem urðu fyrir brotunum voru á milli 13 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt dómsmálaráðherra Illinois getur R. Kelly átt von á þriggja til allt að sjö ára fangelsisdómi verði hann sakfelldur.


Tengdar fréttir

Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot

Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×