Sport

Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kraft fagnar Super Bowl-titli sinna manna á dögunum.
Kraft fagnar Super Bowl-titli sinna manna á dögunum. vísir/getty
Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída.

Ítarlegri upplýsingar um málið hafa nú komið fram en lögreglan er sögð eiga tvö myndbönd af Kraft með vændiskonum á Orchids of Asia Day Spa í Flórída.

Nú hefur komið í ljós að Kraft heimsótti vændishúsið rétt fyrir hádegi sama dag og lið hans spilaði gegn Kansas City Chiefs í undanúrslitum NFL-deildarinnar. Það var önnur heimsókn hans á vændishúsið á sama sólarhringnum.

Kraft er sagður hafa greitt 12 þúsund krónur fyrir þjónustuna og aðrar 12 þúsund eftir að henni var lokið. Hann flaug svo beint til Kansas City og fór á völlinn.

Málið verður tekið fyrir þann 24. apríl en hámarksrefsing fyrir brotið sem hann er kærður fyrir er eins árs fangelsi. Líklegast þykir þó að hann verði dæmdur til sektar og samfélagsþjónustu.

NFL-deildin mun ekki taka mál Kraft fyrir strax og bíður eftir því hvað gerist hjá dómstólum.

NFL-aðdáendur flykkjast nú að vændishúsinu í Flórída til þess að láta taka af sér bolamyndir. Hér má sjá glaðbeittan stuðningsmann Giants fyrir framan staðinn sem nú er orðinn heimsfrægur.vísir/getty
NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×