Erlent

Mæðgur ákærðar fyrir morð á fimm fjölskyldumeðlimum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Shana og Dominique Decree.
Shana og Dominique Decree. Mynd/Lögregla í Buck-sýslu
Mæðgur í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum hafa verið ákærðar fyrir að myrða fimm fjölskyldumeðlimi sína, þar af þrjú börn.

Hin 45 ára Shana Decree og Dominique Decree, 19 ára dóttir hennar, eru sakaðar um að hafa myrt tvö börn þeirrar fyrrnefndu, sem voru 25 og 13 ára. Þá hafi þær einnig myrt systur Shönu og tvær níu ára dætur hennar.

Mægðurnar voru handteknar í gær en þær eru sagðar hafa framið voðaverkin í íbúð sinni í bænum Morrisville. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að að Shana hafi tjáð lögreglu að allir fjölskyldumeðlimirnir fimm hafi viljað deyja. Henni var einnig tíðrætt um sjálfsvíg.

Ekkert hefur enn verið gefið upp um dánarorsök hinna látnu. Líkin fundust öll í herbergi í íbúð mæðgnanna eftir að barnaverndaryfirvöld í Bucks-sýslu vitjuðu fjölskyldunnar síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×