Viðskipti erlent

Tímamótasamruni fær brautargengi

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Samruni AT&T og Time Warner var einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt  að ógilda samrunann.
Samruni AT&T og Time Warner var einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að ógilda samrunann.
Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann.

Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters­ um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir.

Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner­ 85,4 milljörðum dala.

Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag.




Tengdar fréttir

Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook

Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda.

AT&T og Time Warner fá að sameinast

Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×