Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 09:30 Síðasta ár var besta rekstrarár í sögu Skeljungs. Fréttablaðið/GVA Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31
Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00
Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00