Erlent

Srí Lanka vill ráða tvo böðla

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sirisena til vinstri.
Sirisena til vinstri. Nordicphotos/AFP
Ríkisstjórn Srí Lanka auglýsir nú eftir tveimur böðlum. Reuters greindi frá þessu í gær en Maithripala Sirisena forseti lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi taka upp dauðarefsingar í eyríkinu á ný til þess að refsa fíkniefnasmyglurum, -framleiðendum og -sölum.

Átakið sem Sirisena ætlar að ráðast í er líklega að filippseyskri fyrirmynd. Rodrigo Duterte forseti hefur háð grimmilegt stríð gegn fíkniefnakaupmönnum og hefur þarlend lögregla drepið þúsundir, jafnvel án dóms og laga.

Dauðarefsingu hefur hins vegar ekki verið beitt á Srí Lanka í 43 ár, jafnvel þótt landslög heimili beitingu hennar. Samkvæmt Reuters sagði síðasti böðull landsins upp störfum árið 2014, hafði þá aldrei tekið neinn af lífi. Eftirmaður böðulsins, ráðinn á síðasta ári, mætti svo aldrei til starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×