Veik króna refsaði IKEA á metsöluári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. Fréttablaðið/Ernir „Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
„Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira