Hoppaði yfir verðlaunaleikkonu í miðjum NBA-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 09:30 Joel Embiid hoppar hér útaf vellinum til að bjarga boltanum. AP/Frank Franklin II Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum