Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 13:00 Skuggi Opportunity frá 26. júlí 2004. Þá var könnunarjeppinn þegar búinn að halda leiðangri sínum áfram tvöfalt lengur en upphaflega var lagt upp með. NASA/JPL-Caltech Leiðangur Marsjeppans Opportunity fangaði hug og hjarta jarðarbúa í tæp fimmtán ár og afhjúpaði hann marga leyndardóma nágrannareikistjörnu okkar. Vísindamenn og stjörnuáhugamenn hafa harmað endalok leiðangursins sem tilkynnt var um í gær en jafnframt minnst geimfarsins með hlýhug. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir Opportunity fara í sögubækurnar sem einn allra mikilvægasta Marsleiðangur sögunnar. Stjórnendur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tilkynntu í gær að síðustu tilraunirnar til að ná sambandi við Opportunity hefðu engan árangur borið. Leiðangrinum væri því formlega lokið, rúmum fimmtán árum eftir að könnunarjeppinn lenti á yfirborði rauðu reikistjörnunnar. Ekkert hafði spurst frá Opportunity frá 10. júní en þá kom gríðarlegur rykstormur sem náði um tíma þvert yfir reikistjörnuna í veg fyrir að geimfarið gæti hlaðið sólarsellur sínar. Ekki er vitað hvort að sellurnar hafi orðið hjúpaðar ryki sem aldrei fór af eða hvort að nístandi kuldinn hafi grandað viðkvæmum tækjabúnaði þegar jeppinn hafði ekki lengur orku til að knýja hitara um borð. Þegar uppi var staðið entist Opportunity í 5.111 dag á yfirborði Mars. Það var langt umfram þá níutíu daga sem upphaflega var reiknað með að farið yrði starfhæft. Á þessum tíma sendi geimfarið stöðugt nýjar ljósmyndir og gögn um eðli og eiginleika reikistjörnunnar heim til jarðar.To the robot who turned 90 days into 15 years of exploration:You were, and are, the Opportunity of a lifetime.Rest well, rover. Your mission is complete.(2004-2019)https://t.co/POzRmYauHo#ThanksOppy pic.twitter.com/oZLBc7XMJD— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Meiriháttar uppgötvun um leið og farið opnaði „augun“ Opportunity, vélmenni á hjólum á stærð við golfbíl, var skotið á loft 7. júlí árið 2003, tæpum mánuði á eftir systurfarinu Spirit. Geimförin lentu hvor sínu megin á Mars. Hjól Opportunity snertu yfirborð Mars 24. janúar árið 2004. Markmið leiðangranna var að varpa ljósi á jarðsögu Mars og hvort fljótandi vatn hafi einhvern tímann getað verið á yfirborði reikistjörnunnar. Opportunity hefði ekki getað byrjað betur í þeim efnum. „Um leið og Opportunity opnaði augun á lendingarstað sínum á Meridiani-sléttunni, sáu vísindamenn jarðlög sem sýndu og sönnuðu að lendingarstaðurinn var eitt sinn á kafi í fljótandi vatni,“ segir Sævar Helgi. Ekki var þó þar með sagt að staðurinn hafi verið lífvænlegur í fyrndinni. Mælingar Opportunity bentu til þess að sýrustig vatnsins hefði verið fremur hátt og því hugsanlega fjandsamlegt lífi. Á líftíma sínum ók könnunarjeppinn yfir 45 kílómetra leið, lengra en maraþon, og fann fleiri merki um fljótandi vatn sem lék um yfirborðið fyrir milljörðum ára. Við brún Endeavour-gígsins fann Opportunity berggrunn sem í var að finna leir sem hefði myndast í vatni sem menn hefðu getað drukkið, eins og segir í umfjöllun New York Times.Marsvindarnir hjálpuðu til Spirit rannsakaði yfirborð Mars í sex ár eða þangað til jeppinn festist í sandi árið 2009. Samband við farið glataðist í mars árið eftir. Opportunity hélt hins vegar ótrauður áfram. Ekkert geimfar hefur starfað lengur eða ekið lengri vegalengd á yfirborði annars hnattar. Sævar Helgi rekur langlífið meðal annars til náttúrulega þátta á Mars. „Menn áttu alls ekki von á að jeppinn næði næstum fimmtán árum á Mars. Jeppinn var sólarorkuknúinn og allir áttu von á að orkan færi þverrandi þegar rykið í lofthjúpi Mars settist ofan á sólarsellurnar. Sem betur fer er Mars líka vindasamur og reglulega kom fyrir að vindurinn blés rykinu af sólarsellunum. Það framlengdi líftíma jeppans trekk í trekk,“ segir hann. Þannig urðu stjórnendur jeppans færir í því að snúa honum upp í vindinn þegar hreinsa þurfti ryk af sólarsellum og á móti sólu þegar ljós varð að skornum skammti á veturna. John L. Callas, verkefnastjóri leiðangursins, segir að nýjar og langlífar liþíumrafhlöður sem voru nýkomnar fram á sjónarsviðið þegar Opportunity var í smíðum hafi einnig leikið lykilhlutverk. „Þessir jeppar voru raunar með bestu rafhlöðurnar í sólkerfinu. Við myndum öll vilja að farsímarafhlöðurnar okkar entust svona lengi,“ segir Callas við New York Times. Enginn hörgull verður á Marskönnuðum í bráð, þrátt fyrir dauða Opportunity. Könnunarjeppinn Curiosty, sem enn betri tækjum búinn, hefur verið á Mars frá 2012, InSight-lendingarfarið er nýkomið þangað og sex brautarför ganga um reikistjörnuna.Jafnvel vísindamennirnir sjálfur áttu erfitt með að manngera ekki vélmennið sem reyndist þeim svo vel í tæp 15 ár.NASA/JPL-CaltechÚtvíkkun af okkur sjálfum á öðrum hnetti Endalok Opportunity-leiðangursins vöktu mikil viðbrögð jafnt hjá vísindamönnum og aðdáendum leiðangursins. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var einn þeirra sem lofaði geimfarið á Twitter. „Ekki vera hrygg yfir því að þetta sé búið, verið stolt af því að það kenndi okkur svo margt,“ tísti Obama.Don't be sad it's over, be proud it taught us so much. Congrats to all the men and women of @NASA on a @MarsRovers mission that beat all expectations, inspired a new generation of Americans, and demands we keep investing in science that pushes the boundaries of human knowledge.— Barack Obama (@BarackObama) February 14, 2019 Af sumum viðbrögðum fólks við tímamótunum hefði mátt ætla að Opportunity hefði verið tryggt gæludýr en ekki fjarstýrt vélmenni. Fleiri en tíu þúsund aðdáendur sendu geimfarinu starfræn póstkort með heillaóskum eins og „Vaknaðu, litli félagi!“ þegar óttast var um afdrif þess síðasta sumar, að sögn Washington Post. „Það er alltaf dapurt að kveðja þessa fulltrúa okkar á Mars, þótt róbótar séu. Maður tengist þeim einhvern veginn tilfinningaböndum því þeir eru í sjálfu sér eins og útvíkkun á okkur sjálfum á annarri plánetu. Þeir geta hreyft sig, horft í kringum sig og þurfa á orku að halda alveg eins og við. Í raun eru þetta litlir fjarstýrðir jarðfræðingar á hjólum að afhjúpa leyndardóma rauðu plánetunnar,“ segir Sævar Helgi.Opportunity Rover https://t.co/iEuCfbj91shttps://t.co/lSQ0dmy7YWpic.twitter.com/fKxStpaDGT — XKCD Comic (@xkcdComic) February 13, 2019see you space cowboy #Opportunity#Oppypic.twitter.com/Pu39CngMte — Becca ECCC Q8 (@rfarrowster) February 13, 2019 Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. 13. febrúar 2019 19:39 Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðangur Marsjeppans Opportunity fangaði hug og hjarta jarðarbúa í tæp fimmtán ár og afhjúpaði hann marga leyndardóma nágrannareikistjörnu okkar. Vísindamenn og stjörnuáhugamenn hafa harmað endalok leiðangursins sem tilkynnt var um í gær en jafnframt minnst geimfarsins með hlýhug. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir Opportunity fara í sögubækurnar sem einn allra mikilvægasta Marsleiðangur sögunnar. Stjórnendur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tilkynntu í gær að síðustu tilraunirnar til að ná sambandi við Opportunity hefðu engan árangur borið. Leiðangrinum væri því formlega lokið, rúmum fimmtán árum eftir að könnunarjeppinn lenti á yfirborði rauðu reikistjörnunnar. Ekkert hafði spurst frá Opportunity frá 10. júní en þá kom gríðarlegur rykstormur sem náði um tíma þvert yfir reikistjörnuna í veg fyrir að geimfarið gæti hlaðið sólarsellur sínar. Ekki er vitað hvort að sellurnar hafi orðið hjúpaðar ryki sem aldrei fór af eða hvort að nístandi kuldinn hafi grandað viðkvæmum tækjabúnaði þegar jeppinn hafði ekki lengur orku til að knýja hitara um borð. Þegar uppi var staðið entist Opportunity í 5.111 dag á yfirborði Mars. Það var langt umfram þá níutíu daga sem upphaflega var reiknað með að farið yrði starfhæft. Á þessum tíma sendi geimfarið stöðugt nýjar ljósmyndir og gögn um eðli og eiginleika reikistjörnunnar heim til jarðar.To the robot who turned 90 days into 15 years of exploration:You were, and are, the Opportunity of a lifetime.Rest well, rover. Your mission is complete.(2004-2019)https://t.co/POzRmYauHo#ThanksOppy pic.twitter.com/oZLBc7XMJD— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Meiriháttar uppgötvun um leið og farið opnaði „augun“ Opportunity, vélmenni á hjólum á stærð við golfbíl, var skotið á loft 7. júlí árið 2003, tæpum mánuði á eftir systurfarinu Spirit. Geimförin lentu hvor sínu megin á Mars. Hjól Opportunity snertu yfirborð Mars 24. janúar árið 2004. Markmið leiðangranna var að varpa ljósi á jarðsögu Mars og hvort fljótandi vatn hafi einhvern tímann getað verið á yfirborði reikistjörnunnar. Opportunity hefði ekki getað byrjað betur í þeim efnum. „Um leið og Opportunity opnaði augun á lendingarstað sínum á Meridiani-sléttunni, sáu vísindamenn jarðlög sem sýndu og sönnuðu að lendingarstaðurinn var eitt sinn á kafi í fljótandi vatni,“ segir Sævar Helgi. Ekki var þó þar með sagt að staðurinn hafi verið lífvænlegur í fyrndinni. Mælingar Opportunity bentu til þess að sýrustig vatnsins hefði verið fremur hátt og því hugsanlega fjandsamlegt lífi. Á líftíma sínum ók könnunarjeppinn yfir 45 kílómetra leið, lengra en maraþon, og fann fleiri merki um fljótandi vatn sem lék um yfirborðið fyrir milljörðum ára. Við brún Endeavour-gígsins fann Opportunity berggrunn sem í var að finna leir sem hefði myndast í vatni sem menn hefðu getað drukkið, eins og segir í umfjöllun New York Times.Marsvindarnir hjálpuðu til Spirit rannsakaði yfirborð Mars í sex ár eða þangað til jeppinn festist í sandi árið 2009. Samband við farið glataðist í mars árið eftir. Opportunity hélt hins vegar ótrauður áfram. Ekkert geimfar hefur starfað lengur eða ekið lengri vegalengd á yfirborði annars hnattar. Sævar Helgi rekur langlífið meðal annars til náttúrulega þátta á Mars. „Menn áttu alls ekki von á að jeppinn næði næstum fimmtán árum á Mars. Jeppinn var sólarorkuknúinn og allir áttu von á að orkan færi þverrandi þegar rykið í lofthjúpi Mars settist ofan á sólarsellurnar. Sem betur fer er Mars líka vindasamur og reglulega kom fyrir að vindurinn blés rykinu af sólarsellunum. Það framlengdi líftíma jeppans trekk í trekk,“ segir hann. Þannig urðu stjórnendur jeppans færir í því að snúa honum upp í vindinn þegar hreinsa þurfti ryk af sólarsellum og á móti sólu þegar ljós varð að skornum skammti á veturna. John L. Callas, verkefnastjóri leiðangursins, segir að nýjar og langlífar liþíumrafhlöður sem voru nýkomnar fram á sjónarsviðið þegar Opportunity var í smíðum hafi einnig leikið lykilhlutverk. „Þessir jeppar voru raunar með bestu rafhlöðurnar í sólkerfinu. Við myndum öll vilja að farsímarafhlöðurnar okkar entust svona lengi,“ segir Callas við New York Times. Enginn hörgull verður á Marskönnuðum í bráð, þrátt fyrir dauða Opportunity. Könnunarjeppinn Curiosty, sem enn betri tækjum búinn, hefur verið á Mars frá 2012, InSight-lendingarfarið er nýkomið þangað og sex brautarför ganga um reikistjörnuna.Jafnvel vísindamennirnir sjálfur áttu erfitt með að manngera ekki vélmennið sem reyndist þeim svo vel í tæp 15 ár.NASA/JPL-CaltechÚtvíkkun af okkur sjálfum á öðrum hnetti Endalok Opportunity-leiðangursins vöktu mikil viðbrögð jafnt hjá vísindamönnum og aðdáendum leiðangursins. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var einn þeirra sem lofaði geimfarið á Twitter. „Ekki vera hrygg yfir því að þetta sé búið, verið stolt af því að það kenndi okkur svo margt,“ tísti Obama.Don't be sad it's over, be proud it taught us so much. Congrats to all the men and women of @NASA on a @MarsRovers mission that beat all expectations, inspired a new generation of Americans, and demands we keep investing in science that pushes the boundaries of human knowledge.— Barack Obama (@BarackObama) February 14, 2019 Af sumum viðbrögðum fólks við tímamótunum hefði mátt ætla að Opportunity hefði verið tryggt gæludýr en ekki fjarstýrt vélmenni. Fleiri en tíu þúsund aðdáendur sendu geimfarinu starfræn póstkort með heillaóskum eins og „Vaknaðu, litli félagi!“ þegar óttast var um afdrif þess síðasta sumar, að sögn Washington Post. „Það er alltaf dapurt að kveðja þessa fulltrúa okkar á Mars, þótt róbótar séu. Maður tengist þeim einhvern veginn tilfinningaböndum því þeir eru í sjálfu sér eins og útvíkkun á okkur sjálfum á annarri plánetu. Þeir geta hreyft sig, horft í kringum sig og þurfa á orku að halda alveg eins og við. Í raun eru þetta litlir fjarstýrðir jarðfræðingar á hjólum að afhjúpa leyndardóma rauðu plánetunnar,“ segir Sævar Helgi.Opportunity Rover https://t.co/iEuCfbj91shttps://t.co/lSQ0dmy7YWpic.twitter.com/fKxStpaDGT — XKCD Comic (@xkcdComic) February 13, 2019see you space cowboy #Opportunity#Oppypic.twitter.com/Pu39CngMte — Becca ECCC Q8 (@rfarrowster) February 13, 2019
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. 13. febrúar 2019 19:39 Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. 13. febrúar 2019 19:39
Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22
Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50