Erlent

Slóvenskur þingmaður segir af sér vegna samlokustuldar

Andri Eysteinsson skrifar
Ekki er ljóst hvaða álegg var á samlokunni afdrifaríku.
Ekki er ljóst hvaða álegg var á samlokunni afdrifaríku. Twitter/RevijaReporter/ Getty/Reda & Co
Stjórnarþingmaður einn í slóvensku ríkisstjórninni sagði í dag af sér vegna hneykslismáls. Málið sneri að þjófnaði þingmannsins sem viðurkenndi fyrir samstarfsfólki sínu að gengip samloku úr búð án þess að greiða fyrir hana. BBC greinir frá.

„Ég stóð við afgreiðsluborðið í einhverjar þrjár mínútur,“ sagði þingmaðurinn Darij Krajcic við slóvenska miðla. Krajcic segir að þrír starfsmenn hafi hunsað hann við kassann og því hafi hann ákveðið að láta reyna á öryggiskerfi búðarinnar.

Krajcic segir engan hafa tekið eftir því að hann hafi gengið út með samlokuna. „Enginn elti mig og enginn kallaði á mig“ sagði þingmaðurinn. Krajcic segir að hann hafi þó snúið aftur inn í verslunina og greitt fullt verð fyrir samlokuna.

Krajcic greindi kollegum sínum frá atburðinum á fundi síðasta miðvikudag. Þingmönnum fannst atvikið mörgum hverjum spaugilegt en þingflokksformaður flokks Krajcic, Brane Golubovic, var ekki á sama máli og sagði athæfi hans vera óásættanlegt.

Krjacic sem var kosinn á þing í september síðastliðnum ákvað því að segja af sér þingmennsku og fylgja þar með ströngum siðferðisstöðlum LMS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×