44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 07:30 Russell Westbrook. AP/Tyler Kaufman Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira