Viðskipti innlent

„Andakjötsmeistari“ meðal kokka á Food & Fun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér ber að líta hluta kokkahópsins sem mun reiða fram kræsingar á Food & Fun.
Hér ber að líta hluta kokkahópsins sem mun reiða fram kræsingar á Food & Fun.
Fimmtán veitingastaðir í Reykjavík taka þátt í matarhátíðinni Food & Fun í ár, sem fram fer dagana 27. febrúar til 3. mars. Erlendir gestakokkar munu reiða fram 4 til 5 rétta matseðla á völdum veitingahúsum, auk þess sem boðið verður upp á svokallaða „Off Menu“-dagskrá í ár.

Eftirfarandi veitingastaðir taka þátt í Food & Fun í ár: Apótek, Essensía, Geiri Smart, Grand Hótel, Hótel Holt, Kolabrautin, Kopar, La Primavera, Mathús Garðabæjar, Mímir/Grillið Hótel Saga, Nostra, Reykjavik Meat, Skelfiskmarkaðurinn, Sumac, Vox Hilton Nordica.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að hátíðarmatseðlar þeirra munu kosta 8.900 krónur.

Þar að auki munu fjórir veitingastaðir taka þátt í fyrrnefndri „Off menu“-dagskrá, þar sem kynntur verður matur „sem er bæði matreiddur og framborinn á frjálslegum og óhefðbundnum nótum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni: Kore Mathöll Grandi, Brass Hótel Alda, Public House og Bjórgarðurinn Fosshótel.

Meðal þeirra kokka sem taka þátt í hátíðinni í ár er „einn af fremstu matreiðslumönnum Lundúnaborgar“ sem sérhæfir sig í nútímabökugerð og „heimsfrægur andakjötsmeistari,“ eins og það er orðað.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×