Sport

Kaepernick búinn að leysa ágreininginn við eigendur í NFL

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Colin Kaepernick tók fyrstur af skarið og lagðist á hné á meðan þjóðsöngurinn var sunginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti. NFL-deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir.
Colin Kaepernick tók fyrstur af skarið og lagðist á hné á meðan þjóðsöngurinn var sunginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti. NFL-deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA
Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í kvörtun sinni gegn eigendum liða í NFL deildinni.

Kaepernick var sannfærður um það að eigendurnir hefðu komið sér saman um það að ráða leikmanninn ekki til sín í kjölfar mótmæla leikstjórnandans gegn kynþáttamismunun í Bandaríkjunum.

Leikstjórnandinn tók upp á því að krjúpa á kné þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik í NFL deildinni í mótmælaskyni gegn lögregluofbeldi. Hann hefur ekki verið á mála hjá liði síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út í mars 2017.

Í gær sendi Kaepernick, fyrrum liðsfélagi hans Eric Reid og NFL deildin frá sér sameiginlega tilkynningu í samráði við lögfræðinga sína. Í henni sagði að Reid og Kaepernick hafi síðustu mánuði átt í samræðum við fulltrúa deildarinnar og komist að samkomulagi.

„Samkomulagið er trúnaðarmál og verður ekki útskýrt frekar af neinum aðila,“ sagði einnig í tilkynningunni.

Leikmannasamtök NFL deildarinnar sendu frá sér sína eigin tilkynningu þar sem þau sögðust ekki vita smáatriði í málinu en styðji við ákvörðun leikmannanna.

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné

Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×