Hætta fjárstuðningi við öryggissveitir Palestínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 10:45 Mahmud Abbas, forseti Palestínu bað um að fjárhagsaðstoðinni yrði hætt. EPA/ALAA BADARNEH Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð. Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð.
Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira