Ungir Sádar í námi flýja dómskerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 16:27 Fregnir hafa borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Vísir/EPA Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan. Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan.
Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira