Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:30 Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30