Erlent

Fyrr­verandi borgar­stjóri San Salvador kjörinn for­seti

Atli Ísleifsson skrifar
Nayib Bukele hefur gegnt embætti borgarstjóra í höfuðborginni San Salvador.
Nayib Bukele hefur gegnt embætti borgarstjóra í höfuðborginni San Salvador. Getty
Nayib Bukele er nýr forseti El Salvador, en úrslit voru kunngjörð í gærkvöldi. Bukele er fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar San Salvador og var hans helsta kosningaloforð að eyða spillingu í landinu.

Búið er að telja flest atkvæði og fékk Bukele 53 prósent þeirra, en íhaldsmaðurinn Carlos Calleja var annar með 32 prósent. Bukele þurfti meira en 50 prósent atkvæða til að ná kjöri, ella hefði verið kosið á milli tveggja efstu.

Eins og áður sagði lofar Bukele að berjast gegn spillingu auk þess sem hann hefur sagt glæpagengjum stríð á hendur en glæpir eru stórt vandamál í þessu litla Mið-Ameríkuríki og morðtíðnin á meðal þess hæsta sem fyrirfinnst í heiminum.

Síðustu tvo áratugina hafa tveir flokkar, hinn íhaldssami Arena og vinstriflokkurinn FMLN, skipst á að fara með völdin í landinu en Bukele er hinsvegar frambjóðandi Gana, eða Þjóðfylkingarinnar.


Tengdar fréttir

Salvadorar ganga til forsetakosninga í dag

Salvadorar ganga í dag til forsetakosninga,líkur eru á því að í fyrsta sinn síðan 1989 verði kjörinn forseti utan tveggja stærstu flokka landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×