Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 11:38 Hvalsnesskriður er um hálfa leið frá Höfn í Hornafirði til Djúpavogs. Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin
Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10