Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2017 21:45 Hér má sjá vegarkaflana sjö þar sem hægt er að ná samtals fjörutíu kílómetra styttingu hringvegarins. Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2. Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30