May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 14:32 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira