Hættu við rauða dregilinn vegna ummæla Neeson um svarta Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 23:33 Norður írski leikarinn Liam Neeson. Vísir/Getty Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10