Erlent

Ríkis­stjórn Scholz á barmi þess að springa

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Staða Olafs Scholz er ekki góð.
Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty

Ríkisstjórn Olaf Scholz kanslara Þýskalands stendur mjög tæpt eftir að Scholz rak fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar í kvöld. Hann hefur tilkynnt að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á fari fram á þingi í janúar. 

Samkvæmt þýskum miðlum kom brottvikningin nokkuð óvænt en nokkrir háttsettir embættismenn funduðu um stöðuna fyrr í kvöld. 

Ríkisstjórn Scholz samanstendur af þremur flokkum sem höfðu undanfarna mánuði átt í nokkuð hörðum deilum um efnahagsstjórn landsins. Þær deilur hafa leitt til þess að stjórnin hefur sífellt orðið óvinsælli meðal þýsks almennings. 

Embættismenn höfðu vonast til þess að sigur Donalds Trump næsta Bandaríkjaforsetia myndi þjappa mönnum betur saman, en misklíðin sýnir engin slík merki.

Chris Linder, fyrrverandi fjármálaráðherrann úr markaðshyggjuflokki, hafði gefið Scholz nokkurs konar afarkosti um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þar voru útgjöld ríkissjóðs endurhugsuð.

Líklegt þykir að kosningar í Þýskalandi muni fara fram í mars á næsta ári, sex mánuðum fyrr en til stóð. Mikil óvissa mun því ríkja innan landsins á meðan stærstu ríki Evrópu munu koma til með að takast á við hinar ýmsu áskoranir, þar á meðað mögulegt tolla- og viðskiptastríð við Bandaríkin. Þá hafa stjórnmálamenn haft áhyggjur af því að Þjóðverjar muni þurfa að taka meira á sig í stuðningi við Úkraínu í ljósi kjörs Trump. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×