Bill Gross hættur störfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 09:00 Bill Gross, betur þekktur sem kóngur skuldabréfanna. Nordicphotos/Getty Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bill Gross, sem var eitt sinn þekktur sem kóngur skuldabréfanna, hefur ákveðið að láta af störfum hjá eignastýringarfyrirtækinu Janus Henderson og einbeita sér þess í stað að því að stýra eigin eignum og góðgerðastofnun. Fimm ár eru síðan Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco, eignastýringarfyrirtæki sem hann stofnaði árið 1971, en eignir sjóðsins námu tæplega 300 milljörðum dala þegar mest var. Gross hætti hins vegar í skyndi hjá Pimco árið 2014, vegna ósættis við samstarfsfélaga og gekk þá til liðs við Janus Henderson. Eignir í stýringu hjá sjóði Gross hafa dregist verulega saman undanfarin ár og fóru nýverið undir einn milljarð dala. Ávöxtun sjóðsins var neikvæð um 3,9 prósent í fyrra borið saman við 1,2 prósenta neikvæða ávöxtun hjá sambærilegum sjóðum. „Ég hef þekkt Bill í 23 ár. Bill er einn af bestu fjárfestum allra tíma og það hefur verið mér mikill heiður að starfa við hlið hans,“ sagði Dick Weil, forstjóri Janus Henderson. Auðkýfingurinn George Soros var á meðal þeirra sem lögðu traust á Gross þegar hann skipti um vinnustað fyrir fimm árum. Þegar síga tók á ógæfuhliðina í rekstri sjóðsins árið 2015 dró Soros hálfan milljarð dala úr sjóði Gross.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira