Fasteignafélögin eru ódýrari en á hinum Norðurlöndunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. febrúar 2019 07:15 Reitir greiða hæstu fasteignagjöldin í Kauphöllinni. Fréttablaðið/Anton Brink Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira