Betra samfélag fyrir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:34 Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun