Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 12:00 Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira