Brynjar hafnaði boði Stígamóta: „Þekki þeirra starfsemi mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 18:26 Brynjar Níelsson segist þekkja vel til starfsemi Stígamóta. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45