Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 22:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent