Óvenjulegt framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Ubolratana prinsessa er óvænt á leiðinni í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar. Nordicphotos/AFP Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05
Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14