Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann. Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bindur vonir við að tíu tillögur starfshóps á hans vegum muni gjörbreyta stöðunni.Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Mál þeirra hefur legið fyrir í nokkurn tíma en Vinnumálastofnun hefur verið með starfsmannaleiguna til rannsóknar síðan í haust og sendi formlega kæru til lögreglunnar í desember sem síðan var vísað frá í janúar. Í samtali við fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, heimildir þeirra til aðgerða takmarkaðar en Vinnumálastofnun hefur einnig setið undir gagnrýni fyrir að sinna vinnustaðaeftirliti takmarkað.Opinbert eftirlit afar takmarkað Vinnumálastofnun tilheyrir ráðuneyti Ásmundar og aðspurður hvort ekki þurf að endurskoða starfsemina þar segir hann stofnunina fara með mjög afmarkað eftirlitshlutverk á Íslenskum vinnumarkaði sem snýr eingöngu að starfsmannaleigu. „Við erum að horfa, því miður, upp á alltof mikið af fréttum um það að verið sé að brjóta á launafólki. Verkalýðshreyfingin fer með eftirlit með því sem Vinnumálastofnun gerir ekki. Þannig að ástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun fer í færri vettvangferðir og annað slíkt er vegna þess að hún er með minna eftirlit. Það er ekki opinbert eftirlit almennt á vinnumarkaði á Íslandi,“ segir hann. Tillögurnar starfshópsins eru meðal annars að setja löggjöf til að stöðva kennitöluflakk, styrkja löggjöf um vinnumansal, setja á keðjuábyrgð inn í opinber innkaup og stöðva brotastarfsemi sem tengist sjálfboðaliðastarfsemi og starfsnámi. Einnig á að herða vinnustaðaeftirlit. „Nú er það samtal í gangi milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, í tengslum við gerð kjarasamninga, um það með hvaða hætti við innleiðum þessar tillögur. Það eru allir sammála um að það þurfi að setja tímaramma hvenær við ætlum að innleiða þær. Það eru líka allir sammála að þetta muni gjörbreyta stöðunni á Íslenskum vinnumarkaði sé þeim fylgt á eftir,“ segir hann.
Kjaramál Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira