Viðskipti innlent

Verðtryggðir vextir LIVE aldrei verið lægri

Hörður Ægisson skrifar
Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna
Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur lækkað breytilega vexti á verðtryggðum lánum úr 2,51 prósent í 2,36 prósent. Vaxtakjörin eru þau lægstu sem nú bjóðast þegar kemur að verðtryggðum lánum til fasteignakaupa en breytilegir vextir annarra lífeyrissjóða – Frjálsa, Almenna, Birtu, Stapa og LSR – eru nú frá 2,46 prósentum upp í 2,8 prósent. Vextir viðskiptabankanna eru hins vegar á bilinu 3,4 prósent til 3,89 prósent.

Verðtryggðir vextir sjóðanna hafa almennt lækkað mikið síðustu misseri og ár. Þannig hafa vextir LIVE lækkað um 1,1 prósentu á tveimur árum en í janúar 2017 námu breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsins 3,46 prósentum.

Sprenging hefur orðið í sjóðsfélagalánum, einkum í verðtryggðum lánum, á sama tíma og sjóðirnir hafa boðið upp á betri kjör en bankarnir. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs námu verðtryggð lán þeirra 66 milljörðum á meðan óverðtryggð útlán voru um 25 milljarðar. Vægi óverðtryggðra lána hefur þó aukist undanfarið og í nóvember lánuðu sjóðirnir – í fyrsta sinn – jafn mikið óverðtryggt og verðtryggt til heimila.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×