Föttum ekki að nýsköpun er spretthlaup Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 08:00 „Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu,“ segir Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Eyþór Það þarf að vinna ötullega að því að breyta Íslandi úr einhæfu, sveiflukenndu auðlindahagkerfi – en með ferðamannasprengingunni hefur það færst enn meira í þá átt – í að byggja í ríkari mæli á hátækniiðnaði sem myndi vega á móti sveiflum auðlindanna,“ segir Tryggvi Hjaltason sem er formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og fer fyrir greiningardeild hjá CCP. „Það þurfti ekki meira en að eitt fyrirtæki, WOW air, glímdi við rekstrarvanda til þess að allt hagkerfið léki á reiðiskjálfi. Hátæknifyrirtæki sem selja alþjóðlega geta margfaldast að stærð jafnvel þótt það yrði aflabrestur, olíuverð ryki upp eða ferðamönnum fækkaði hratt. Starfsemi þeirra byggir ekki á þessum gæðum,“ segir hann. Tryggvi segir að mörg lönd átti sig á að hátæknifyrirtæki muni drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni og hafi ráðist í aðgerðir til að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun. „Hér á landi hefur margt gott verið gert. Nema hvað aðrar þjóðir eru að fara enn hraðar í slík verkefni. Við erum ekki að dragast aftur úr vegna aðgerðaleysis heldur af því að við erum ekki að fatta að þetta er spretthlaup. Hefðum við verið meðvituð um það hefði þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verið afnumið en ekki hækkað,“ segir hann. Þakið var hækkað úr 300 milljónum í 600 milljónir um áramótin. Um er að ræða kostnað við þróun sem leyfilegt er að draga frá skatti. En Tryggvi bætir þó við að sú aðgerð stjórnvalda sé engu að síður öflugasta skrefið sem hefur verið stigið í átt að því að auka samkeppnishæfni Íslands alþjóðlega í þessum málum á síðustu árum. „Það skýtur skökku við að það er ekki þak á endurgreiðslum á 25 prósentum af framleiðslukostnaði kvikmynda. Sú löggjöf bendir til að Ísland sækist eftir stórum kvikmyndaverkefnum – sem hefur heppnast – en að við viljum ekki of stór verkefni sem varða rannsóknir og þróun,“ segir hann.Gott að ala hér upp börn Tryggvi segir að Ísland sé ákjósanlegur staður til að ala upp börn og vísar til norræna velferðarkerfisins og að fyrirtæki sýni foreldrum mikinn skilning varðandi veikindi barna og fleira tengt uppeldi þeirra. „Ísland er hins vegar ekki endilega vettvangur áhugaverðra starfa fyrir afkvæmin. Það eru helst tækifæri í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Þessu þarf að breyta. Það þarf að skapa fleiri spennandi hálaunastörf sem tengd eru alþjóðasamfélaginu.“ Aðspurður hvað þurfi til að efla umgjörðina um nýsköpun og þróun, annað en að afnema fyrrnefnt þak á endurgreiðslur við rannsóknir og þróun, bendir hann á að efla þurfi aðgang að vaxtarfjármagni. Það megi t.a.m. gera með byggja brýr til fjárfesta í Bandaríkjunum, eins og gert hafi verið í Ísrael, Írlandi og fleiri löndum.Kóreskur leikjaframleiðandi keypti CCP á 425 milljónir dala á síðasta ári.Vísir/Eþór„Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu. Til að setja stærðirnar í samhengi, þótt þau fyrirtæki hafi ekki orðið að einhyrningum, þá sótti Plain Vanilla 25 milljónir dollara og CCP 40 milljónir dollara á sínum vaxtarskrefum. Það eru þrír og fimm milljarðar króna. Það er trauðla hægt að sækja slíkt fjármagn eingöngu til íslenskra fjárfesta,“ segir hann. Þessu til viðbótar þurfi nýsköpunarfyrirtæki greiðan aðgang að þekkingu. Hana megi nálgast með tvennum hætti. Annars vegar sé hægt að flytja hana inn. „Það þarf að verða auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga og aðlaga þá inn í samfélagið. Það er ekki nóg að þeir fái atvinnuleyfi heldur þurfa makar þeirra það líka og börnin þurfa að komast í alþjóðlega vottaðan skóla. Fólk þarf jú að geta flutt fjölskylduna hingað til lands. Sá þáttur hefur gleymst,“ segir Tryggvi.Menntakerfið að dragast aftur úr Hins vegar þurfi að efla menntakerfið til að mennta fólk til þessara starfa. „Ég hef áhyggjur af því að menntakerfið sé að dragast aftur úr,“ segir hann og nefnir að um þriðjungur útskrifaðra drengja úr grunnskóla kunni ekki að lesa almennilega samkvæmt mælingum menntamálaráðuneytisins. Tryggvi vekur athygli á að þau landsvæði, sem hafi ekki auðnast að taka þátt í síðustu þremur iðnbyltingum, verði illa leikin efnahagslega. Þau svæði sem hins vegar taki þátt njóti góðs af því allt fram að næstu tæknibyltingu. Að þessu öllu sögðu er hann bjartsýnn á framtíðina. „Á Íslandi getur regluverkið tekið mun hraðari breytingum en hjá stærri og svifaseinni ríkjum. Auk þess eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir nýsköpunarráðherra öll dæmi um leiðtoga í stjórnmálum sem skilja vel mikilvægi þess að beina Íslandi á braut nýsköpunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Það þarf að vinna ötullega að því að breyta Íslandi úr einhæfu, sveiflukenndu auðlindahagkerfi – en með ferðamannasprengingunni hefur það færst enn meira í þá átt – í að byggja í ríkari mæli á hátækniiðnaði sem myndi vega á móti sveiflum auðlindanna,“ segir Tryggvi Hjaltason sem er formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og fer fyrir greiningardeild hjá CCP. „Það þurfti ekki meira en að eitt fyrirtæki, WOW air, glímdi við rekstrarvanda til þess að allt hagkerfið léki á reiðiskjálfi. Hátæknifyrirtæki sem selja alþjóðlega geta margfaldast að stærð jafnvel þótt það yrði aflabrestur, olíuverð ryki upp eða ferðamönnum fækkaði hratt. Starfsemi þeirra byggir ekki á þessum gæðum,“ segir hann. Tryggvi segir að mörg lönd átti sig á að hátæknifyrirtæki muni drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni og hafi ráðist í aðgerðir til að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun. „Hér á landi hefur margt gott verið gert. Nema hvað aðrar þjóðir eru að fara enn hraðar í slík verkefni. Við erum ekki að dragast aftur úr vegna aðgerðaleysis heldur af því að við erum ekki að fatta að þetta er spretthlaup. Hefðum við verið meðvituð um það hefði þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verið afnumið en ekki hækkað,“ segir hann. Þakið var hækkað úr 300 milljónum í 600 milljónir um áramótin. Um er að ræða kostnað við þróun sem leyfilegt er að draga frá skatti. En Tryggvi bætir þó við að sú aðgerð stjórnvalda sé engu að síður öflugasta skrefið sem hefur verið stigið í átt að því að auka samkeppnishæfni Íslands alþjóðlega í þessum málum á síðustu árum. „Það skýtur skökku við að það er ekki þak á endurgreiðslum á 25 prósentum af framleiðslukostnaði kvikmynda. Sú löggjöf bendir til að Ísland sækist eftir stórum kvikmyndaverkefnum – sem hefur heppnast – en að við viljum ekki of stór verkefni sem varða rannsóknir og þróun,“ segir hann.Gott að ala hér upp börn Tryggvi segir að Ísland sé ákjósanlegur staður til að ala upp börn og vísar til norræna velferðarkerfisins og að fyrirtæki sýni foreldrum mikinn skilning varðandi veikindi barna og fleira tengt uppeldi þeirra. „Ísland er hins vegar ekki endilega vettvangur áhugaverðra starfa fyrir afkvæmin. Það eru helst tækifæri í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Þessu þarf að breyta. Það þarf að skapa fleiri spennandi hálaunastörf sem tengd eru alþjóðasamfélaginu.“ Aðspurður hvað þurfi til að efla umgjörðina um nýsköpun og þróun, annað en að afnema fyrrnefnt þak á endurgreiðslur við rannsóknir og þróun, bendir hann á að efla þurfi aðgang að vaxtarfjármagni. Það megi t.a.m. gera með byggja brýr til fjárfesta í Bandaríkjunum, eins og gert hafi verið í Ísrael, Írlandi og fleiri löndum.Kóreskur leikjaframleiðandi keypti CCP á 425 milljónir dala á síðasta ári.Vísir/Eþór„Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu. Til að setja stærðirnar í samhengi, þótt þau fyrirtæki hafi ekki orðið að einhyrningum, þá sótti Plain Vanilla 25 milljónir dollara og CCP 40 milljónir dollara á sínum vaxtarskrefum. Það eru þrír og fimm milljarðar króna. Það er trauðla hægt að sækja slíkt fjármagn eingöngu til íslenskra fjárfesta,“ segir hann. Þessu til viðbótar þurfi nýsköpunarfyrirtæki greiðan aðgang að þekkingu. Hana megi nálgast með tvennum hætti. Annars vegar sé hægt að flytja hana inn. „Það þarf að verða auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga og aðlaga þá inn í samfélagið. Það er ekki nóg að þeir fái atvinnuleyfi heldur þurfa makar þeirra það líka og börnin þurfa að komast í alþjóðlega vottaðan skóla. Fólk þarf jú að geta flutt fjölskylduna hingað til lands. Sá þáttur hefur gleymst,“ segir Tryggvi.Menntakerfið að dragast aftur úr Hins vegar þurfi að efla menntakerfið til að mennta fólk til þessara starfa. „Ég hef áhyggjur af því að menntakerfið sé að dragast aftur úr,“ segir hann og nefnir að um þriðjungur útskrifaðra drengja úr grunnskóla kunni ekki að lesa almennilega samkvæmt mælingum menntamálaráðuneytisins. Tryggvi vekur athygli á að þau landsvæði, sem hafi ekki auðnast að taka þátt í síðustu þremur iðnbyltingum, verði illa leikin efnahagslega. Þau svæði sem hins vegar taki þátt njóti góðs af því allt fram að næstu tæknibyltingu. Að þessu öllu sögðu er hann bjartsýnn á framtíðina. „Á Íslandi getur regluverkið tekið mun hraðari breytingum en hjá stærri og svifaseinni ríkjum. Auk þess eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir nýsköpunarráðherra öll dæmi um leiðtoga í stjórnmálum sem skilja vel mikilvægi þess að beina Íslandi á braut nýsköpunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira