Viðskipti innlent

Metár hjá Origo

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri Origo
Finnur Oddsson, forstjóri Origo
Hagnaður Origo nam 5.285 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri upplýsingatæknifyrirtækisins, en þar af voru áhrif sölunnar á ríflega helmingshlut í Tempo um 5.098 milljónir króna.

Sala Origo nam 4.461 milljón króna á ársfjórðungnum og jókst um 13,1 prósent frá sama tímabili árið 2017. Þá var EBITDA félagsins - rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - 423 milljónir króna á fjórða fjórðungi 2018 borið saman við 246 milljónir króna á sama tíma 2017.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir afkomu síðasta árs þá bestu í sögu félagsins. Origo hafi ekki áður verið í jafn sterkri stöðu til þess að sækja fram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×