Staðlausir stafir, rangfærslur Sighvats Björgvinssonar leiðréttar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 13:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun