Sport

Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Payton er hér brjálaður út í dómarana.
Payton er hér brjálaður út í dómarana. vísir/getty
Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl.

Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot.

Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana.





„Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn.

„Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“





Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×