Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2019 13:30 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur virðist líta svo á að kosning nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið beinist gegn sér persónulega og sé einhvers konar hefndarleiðangur Steingríms. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. Aðeins sex þingmenn af sextíu og þremur eru metnir hæfir til þess að koma Klaustursmálinu áfram til siðanefndar Alþingis. Af þessum sökum verður kosin ný forsætisnefnd sem hefur það eina verkefni að fjalla um Klaustursmálið og vísa því áfram til siðanefndar Alþingis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Misnotkun Alþingis“ þar sem hann fjallar um þetta fyrirkomulag á afgreiðslu málsins. „Niðurstaðan var sú að 3-6 þingmenn kæmu til greina og forsetinn hófst handa við að reyna að skikka þá í hlutverkið. Að minnsta kosti einn þeirra sagðist strax ekki ætla að láta leiða sig út í ógöngur forsetans og þá voru eftir tveir (eða fimm). Þetta stangast á við lög um þingsköp á svo víðtækan hátt að hægt væri að skrifa heila grein bara um það,“ segir Sigmundur í greininni. Þá fjallar hann um störf siðanefndar Alþingis og segir að öllum megi vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar sé sjálf vanhæf. „(T)elst siðanefndin vanhæf, verandi undirnefnd forsætisnefndar. Öllum má þá vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar valin af vanhæfu fólki í trássi við lög til að afgreiða mál með fyrir fram ákveðnum hætti væri sjálf vanhæf,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að með framferði sínu brjóti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, blað í sögu þingsins. Þá gefur Sigmundur í skyn í greininni að þessi afgreiðsla málsins beinist gegn sér persónulega og að Steingrímur leitist við að nýta stöðu sína sem forseti Alþingis til að hefna sín á sér. „Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi,“ segir Sigmundur í greininni. Eins og rakið er framar virðist Sigmundur líta svo á að kosning sérstakrar forsætisnefndar Alþingis gangi í berhögg við þingskaparlög. Í 3. gr. þingskaparlaga kemur fram að kosinn er forseti og svo sex varaforsetar Alþingis. Saman mynda þeir forsætisnefnd þingsins. Í þingskaparlögum er síðan heimild til að leita svokallaðra afbrigða en hún kemur fram í 94. gr. þingskaparlaga. Þar segir: „Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar verður ný forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið kosin á grundvelli þessarar heimildar. Þá þurfa tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna sem greiða atkvæði að samþykkja að veitt sé afbrigði. Þegar það liggur fyrir er hægt að kjósa nýja forsætisnefnd. Að þessu virtu er ljóst að fullyrðing um að kosning nýrrar forsætisnefndar Alþingis brjóti í bága við þingskaparlög stenst ekki. Sigmundur virðist telja að siðanefnd Alþingis sé undirnefnd forsætisnefndar eins og rakið er framar. Undirnefndir þingsins eru yfirleitt skipaðir fulltrúum þeirrar nefndar sem viðkomandi undirnefnd heyrir undir. Til dæmis starfar sérstök undirnefnd undir allsherjarnefnd sem hefur það verkefni að fjalla um umsóknir um ríkisborgararétt og er hún skipuð þingmönnum sem sitja einnig í allsherjarnefnd. Siðanefnd Alþingis er hins vegar sjálfstæð nefnd sem tekur til umfjöllunar erindi frá forsætisnefnd um meint brot á siðareglum alþingismanna. Nefndin var skipuð í febrúar 2017 og enginn sitjandi nefndarmanna er alþingismaður. Nefndin telst því ekki vera undirnefnd forsætisnefndar Alþingis í venjubundnum skilningi og hæfi nefndarmanna tengist því ekki hæfi forsætisnefndar á neinn hátt. Ekki verður því betur séð en að þessi fullyrðing Sigmundar um vanhæfi siðanefndarinnar sé einnig röng. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar til að fá viðbrögð hans við efni hennar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27 Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. 22. desember 2018 10:53 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Stjórn tók fyrir Klaustursmál Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar, réðu sér lögmann sem meðal annars sendi Persónuvernd erindi vegna upptökunnar. 21. desember 2018 06:15 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. Aðeins sex þingmenn af sextíu og þremur eru metnir hæfir til þess að koma Klaustursmálinu áfram til siðanefndar Alþingis. Af þessum sökum verður kosin ný forsætisnefnd sem hefur það eina verkefni að fjalla um Klaustursmálið og vísa því áfram til siðanefndar Alþingis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Misnotkun Alþingis“ þar sem hann fjallar um þetta fyrirkomulag á afgreiðslu málsins. „Niðurstaðan var sú að 3-6 þingmenn kæmu til greina og forsetinn hófst handa við að reyna að skikka þá í hlutverkið. Að minnsta kosti einn þeirra sagðist strax ekki ætla að láta leiða sig út í ógöngur forsetans og þá voru eftir tveir (eða fimm). Þetta stangast á við lög um þingsköp á svo víðtækan hátt að hægt væri að skrifa heila grein bara um það,“ segir Sigmundur í greininni. Þá fjallar hann um störf siðanefndar Alþingis og segir að öllum megi vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar sé sjálf vanhæf. „(T)elst siðanefndin vanhæf, verandi undirnefnd forsætisnefndar. Öllum má þá vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar valin af vanhæfu fólki í trássi við lög til að afgreiða mál með fyrir fram ákveðnum hætti væri sjálf vanhæf,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að með framferði sínu brjóti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, blað í sögu þingsins. Þá gefur Sigmundur í skyn í greininni að þessi afgreiðsla málsins beinist gegn sér persónulega og að Steingrímur leitist við að nýta stöðu sína sem forseti Alþingis til að hefna sín á sér. „Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi,“ segir Sigmundur í greininni. Eins og rakið er framar virðist Sigmundur líta svo á að kosning sérstakrar forsætisnefndar Alþingis gangi í berhögg við þingskaparlög. Í 3. gr. þingskaparlaga kemur fram að kosinn er forseti og svo sex varaforsetar Alþingis. Saman mynda þeir forsætisnefnd þingsins. Í þingskaparlögum er síðan heimild til að leita svokallaðra afbrigða en hún kemur fram í 94. gr. þingskaparlaga. Þar segir: „Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar verður ný forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið kosin á grundvelli þessarar heimildar. Þá þurfa tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna sem greiða atkvæði að samþykkja að veitt sé afbrigði. Þegar það liggur fyrir er hægt að kjósa nýja forsætisnefnd. Að þessu virtu er ljóst að fullyrðing um að kosning nýrrar forsætisnefndar Alþingis brjóti í bága við þingskaparlög stenst ekki. Sigmundur virðist telja að siðanefnd Alþingis sé undirnefnd forsætisnefndar eins og rakið er framar. Undirnefndir þingsins eru yfirleitt skipaðir fulltrúum þeirrar nefndar sem viðkomandi undirnefnd heyrir undir. Til dæmis starfar sérstök undirnefnd undir allsherjarnefnd sem hefur það verkefni að fjalla um umsóknir um ríkisborgararétt og er hún skipuð þingmönnum sem sitja einnig í allsherjarnefnd. Siðanefnd Alþingis er hins vegar sjálfstæð nefnd sem tekur til umfjöllunar erindi frá forsætisnefnd um meint brot á siðareglum alþingismanna. Nefndin var skipuð í febrúar 2017 og enginn sitjandi nefndarmanna er alþingismaður. Nefndin telst því ekki vera undirnefnd forsætisnefndar Alþingis í venjubundnum skilningi og hæfi nefndarmanna tengist því ekki hæfi forsætisnefndar á neinn hátt. Ekki verður því betur séð en að þessi fullyrðing Sigmundar um vanhæfi siðanefndarinnar sé einnig röng. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar til að fá viðbrögð hans við efni hennar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27 Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. 22. desember 2018 10:53 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Stjórn tók fyrir Klaustursmál Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar, réðu sér lögmann sem meðal annars sendi Persónuvernd erindi vegna upptökunnar. 21. desember 2018 06:15 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. 1. janúar 2019 22:27
Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. 22. desember 2018 10:53
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47
Stjórn tók fyrir Klaustursmál Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar, réðu sér lögmann sem meðal annars sendi Persónuvernd erindi vegna upptökunnar. 21. desember 2018 06:15
Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43
Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45