Stelpurnar léttu álögunum af íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 09:30 Stelpurnar fagna hér marki Elínar Mettu Jensen á La Manga í gær. Mynd/HeimasíðaKSÍ Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira