Sport

Furðulegasta starfið í íþróttaheiminum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McVay á hlaupum og Rath ekki langt undan venju samkvæmt.
McVay á hlaupum og Rath ekki langt undan venju samkvæmt. vísir/getty
Ted Rath er með furðulegasta starf sem sést hefur í íþróttaheiminum. Hann passar upp á að Sean McVay, þjálfari LA Rams, sé ekki að þvælast fyrir dómurunum.

Starfið hans, ef starf skal kalla, heitir get back coach eða stígðu til baka, þjálfari. Starfið er frekar einfalt. Elta McVay á röndum og draga hann til baka er dómararnir koma hlaupandi eftir hliðarlínunni.

McVay á það til að fara aðeins of langt inn á völlinn og ef hann þvælist fyrir dómurunum þá fær liðið hans á sig víti. Hann réð því Rath til þess að passa upp á sig.

„Það er ákveðin list í þessu. Þetta er eiginlega eins og dans. Kannski tangó?“ segir Rath sem er hæstánægður með starfið.

Liðið er komið í sjálfan Super Bowl-leikinn og það mun því reyna mikið á Rath að passa upp á McVay þann 3. febrúar næstkomandi.

Sjá má þennan ótrúlega dans þeirra á hliðarlínunni hér að neðan.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×